Menntunin uppfyllir skilyrði International Psychoanalytic Association(IPA) fyrir menntun í sálkönnun. Málsetning menntunarinnar: Sálkönnun hefur að geyma kenningar um þroskaferli persónuleikans, þróun sálmeina, meðferðaraðferðafræði og meðferðarkenninu. Hér tilheyrandi eru verkanaðaraðferðir og grunnvöllur aðferðarinnar.
Að mennta sig sem sálkönnuð er áralangt og ekki minnst lífslangt menntunarferli, þar sem kenningar og persónuleg reynsla með tækni sálkönnunarinnar gegnum samfelda samþættingu, þar sem markmiðið er þróun eigin sjálfsmyndar sálkönnuðsins.
Samkvæmt IPA er sálkönnun skilgreind sem vinna sálkönnuða sem fengið hafa viðurkenndamenntun og þjálfun og nota aðferðina við meðferðarvinnu sína sem er stunduð þremur sinnum íviku.
Nemi skal hafa embættispróf í sálfræði eða læknisfræði og þar með hafa réttindi til starfa sem klínískur sálfræðingur eða læknir/ geðlæknir.
Menntunarferlið samanstendur af fjórum megin þáttum:
a. Eigin sálkönnun. Námskandídat skal fara í gegnum eigin sálgreiningu hjá sálkönnuði með kennsluréttindi. Krafa er um eins árs sálkönnun fyrr en byrjað er á fræðilegum námskeiðum.
b. Fræðileg námskeið. Námið veitir þriggja ára fræðilegt nám sem sniðið er að viðmiðunum IPA.
c. Klínisk námskeið. Þriggja ára klínisk námskeið. Námskeiðin styðja undir meðferðarvinnu kandidata.
d. Handleiðsla. Þess er krafist að kandídatinn vinni að tveimur eigin sálkönnunarmeðferðum undir handleiðslu tveggja sálkönnuða. Tíðni meðferðartíma eru þrisvar á viku. Fyrsta tilfellið skal taka minnst 2 ár. Seinna tilfellið 1 ár. Bæði tilfellin verða metin sem viðurkennd af handleiðara.
Menntunarnefnd félagsins sér um menntun kandídata. Nefndin sér um inntökuviðtöl við umsækjendur og metur og samþykkir námsframvindu þeirra. Við þetta mat er stuðst við almennaframvindu náms og getu nemans til að tileinka sér aðferðir sálkönnunar og beitingu þeirra. Nemar skuldbinda sig til þagnarskyldu og mega þeir ekki kalla vinnu sína sálkönnun eða nefna sig sálkönnuði fyrr en námi í sálkönnun er lokið og samþykkt af félaginu.
Nánari upplýsingar: Guðrún Önfjörð, gudrun.onfjord@gmail.com